Góđir gestir

Góđir gestir Fimmtudaginn 24. október komu góđir gestir til Siglufjarđar ađ sćkja heim Egils sjávarafurđi. Jón Jóhannesson forstjóri Icelandic

Góđir gestir

Fimmtudaginn 24. október komu góðir gestir til Siglufjarðar að sækja heim Egils sjávarafurði. Þetta var sjö manna lið sölumanna frá High Liner Foods (HLF) í Bandaríkjunum, ásamt Jóni Jóhannessyni frá Icelandic sem er tengiliður HLF við íslenska fiskframleiðendur. HLF er kanadískt risafyrirtæki sem selur sjávarafurðir til verslana, veitingahúsa og mötuneyta í Bandaríkjunum og Kanada. HLF keypti starfsemi Icelandic USA og hefur rétt til þess að nota vörumerkið Icelandic í Norður-Ameríku næstu árin. Egils sjávarafurðir er eini aðilinn sem framleiðir reyktan lax undir merki Icelandic USA.

Icelandic Gestirnir skoðuðu verksmiðju Egils og smökkuðu reyktan lax beint úr reykofninum sem þeim þótti að sjálfsögðu mjög góður.  Því næst var ferðinni heitið í Bátahús Síldarminjasafnsins þar sem beið þeirra smurt og listilega skreytt brauð með reyktum laxi, graflaxi og reyktri síld frá Agli. Boðið var upp á staup af íslensku brennivíni og bjór með matnum og einnig rammíslenskan kvæðasöng sem Rúna Ingimundar og forstjórinn Gústaf Daníelsson sáu um. Matur, vín og kveðskapur vöktu mikla ánægju gestanna, svo ekki sé minnst á hrifningu þeirra yfir því listaverki sem Bátahús Síldarminjasafnsins er. Allir erlendu gestirnir gengu út með ermastuttan bol Síldarminjasafnsins.

Samningur Egils sjávarafurða við HLF undir vörumerkjum Icelandic, er megin undirstaða reksturs Egils sjávarafurða. Þessi heimsókn tókst vel í alla staði og mynduðust tengsl við markaðsfræðinga og sölumenn HLF sem unnt verður að byggja á til framtíðar.


Egils sjávarafurđir ehf

Gránugata 27-29
580 Siglufjörđur

Sími: (354) 467-1690
Fax : (354) 467-1693
Netfang: gustaf@egils-seafood.is

Facebook

Smelltu hér og gerðu LIKE
á facebook til að fylgjast með