Jólapakki Egils

Jólapakki Egils Fyrir jólin 2012 býđur Egils sjávarafurđir upp á jólapakka međ reyktri síld, reyktum laxi og graflaxi. Einnig verđa í pakkanum tvćr

Jólapakki Egils

Jólapakki Egils
Jólapakki Egils

Fyrir jólin 2012 býður Egils sjávarafurðir upp á jólapakka með reyktri síld, reyktum laxi og graflaxi. Einnig verða í pakkanum tvær tegundir af jógúrtsósum sem fara vel með reykta laxinum, graflaxinum og reyktu síldinni.

Vörurnar eru í fallegum jólakassa sem Birgir Ingimarsson hefur hannað. Mynd tekin af Mads Vibe Lund af Siglufirði í vetrarklæðum prýðir pakkningarnar utan um laxinn.

Þetta er fyrirtaks jólagjöf með ekta siglfirskum afurðum til að gefa starfsmönnum, vinum og vandamönnum. Best er að pantað jólapakka með því að senda fyrirspurn til Egils. Jólapakkinn kostar kr. 3.600,-

Athugið að ef krásirnar eiga að vera á borðum fram að þrettándanum þá er best að kaupa pakkann eftir 10. desember.


Egils sjávarafurđir ehf

Gránugata 27-29
580 Siglufjörđur

Sími: (354) 467-1690
Fax : (354) 467-1693
Netfang: gustaf@egils-seafood.is

Facebook

Smelltu hér og gerðu LIKE
á facebook til að fylgjast með