Siglufj÷r­ur

Eftirfarandi texti um sÝldarbŠinn Siglufj÷r­ er fenginn frß heimasÝ­u SÝldarminjasafnsins, en ■ar mß finna mikinn frˇ­leik um

Siglufj÷r­ur

Siglufjörður

Eftirfarandi texti um síldarbæinn Siglufjörð er fenginn frá heimasíðu Síldarminjasafnsins, en þar má finna mikinn fróðleik um síldarárin.

Síldarbæirnir
Þeir staðir sem síldin setti verulega mark sitt á eru Bolungarvík, Ingólfsfjörður, Djúpavík, Skagaströnd, Dalvík, Hjalteyri, Dagverðareyri, Krossanes, Akureyri, Húsavík, Raufarhöfn, Þórshöfn, Vopnafjörður, Seyðisfjörður, Neskaupstaður, Eskifjörður og Reyðarfjörður.
Hvergi hafði síldin þó slík áhrif sem á Siglufirði.

Síldin á Sigló
Siglfirðingar tala oft um tvö landnám Norðmanna, hið fyrra þegar Þormóður rammi nam Siglufjörð um 900, og hið síðara árið 1903. Þá hófust hinar miklu norsku síldveiðar, sem leiddu til þess að í Siglufirði byggðist frægasti síldarbær í heimi.
Á 40 árum varð lítið og fámennt þorp að fimmta stærsta bæ landsins með yfir 3000 íbúa. Allt snerist í kringum síldina. Hún var söltuð á 23 söltunarstöðvum og brædd í 4 verksmiðjum. Lengst af var Siglufjörður einhver mikilvægasta höfn landsins og nokkrum sinnum fór síldarútflutningur frá Siglufirði yfir 20% af öllum útflutningi landsmanna. Í þessum "Klondyke Atlantshafsins" ríkti hin sanna gullgrafarastemning síldarævintýrisins. Síldarspekúlantar komu og fóru, ýmist vellauðugir eða blásnauðir og verkafólk í tugþúsundatali sótti þangað atvinnu í gegnum tíðina.
Í brælum lágu þar hundruð síldarskipa af mörgu þjóðerni. Fólksmergðin í bænum var stundum eins og á strætum stórborga og óvíða var mannlífið litríkara eða fjörugra. 

Nútíminn á Siglufirði.
Siglufjörður er nyrsti kaupstaður á Íslandi og ber enn svipmót þess að hafa verið höfuðborg síldarinnar um langt skeið. Þótt flest mannvirki síldarfyrirtækjanna, hús og bryggjur, séu horfin, þá standa þónokkur eftir, t.d. Róaldsbrakki, Norska sjómannaheimilið (nú tónlistarskóli), og verksmiðjuhús SR-mjöls, stærstu fiskimjölsverksmiðju landsins sem byggð var 1946. Einnig er augljóst að í eina tíð var gerð ákveðin tilraun til að setja borgarsvip á aðalgötu þessa litla bæjar.
Íbúar eru í dag um 1300, en þar er öll almennþjónusta í boði fyrir ferðamenn.
Nánari upplýsingar um kaupstaðinn, sögu hans og ferðamannaþjónustu í bænum, má finna á heimasíðu Fjallabyggðar.

Egils sjßvarafur­ir ehf

Grßnugata 27-29
580 Siglufj÷r­ur

SÝmi: (354) 467-1690
Fax : (354) 467-1693
Netfang: gustaf@egils-seafood.is

Facebook

Smelltu hér og gerðu LIKE
á facebook til að fylgjast með