Uppskriftir

Holl fćđa Síldin ţykir afar holl en í henni er mikiđ af Omega-3 fitusýrum sem hafa jákvćđ áhrif á samsetningu blóđfitunnar og hindra ćđakölkun. Omega-3

Uppskriftir

Holl fæða

Síldin þykir afar holl en í henni er mikið af Omega-3 fitusýrum sem hafa jákvæð áhrif á samsetningu blóðfitunnar og hindra æðakölkun. Omega-3 fitusýrur hafa einnig jákvæð áhrif á storknunareiginleika blóðsins og hindra myndun á blóðtappa. Í feitum fiski, eins og laxi og síld, fást u.þ.b. 2,4g af omega-3 fitusýrum úr 200g skammti.

Í síldinni er mikið af A, D og E vítamínum og steinefnum eins og joði og kalki en sjávarfiskur er helsti joðgjafinn í fæðinu. Síldin inniheldur líka mikið af próteini eða 19g í 100g af fiski.

Hér eru nokkrar bragðgóðar uppskriftir:

  1. Skreytt síldarbrauð
  2. Gamaldags síldarsalat
  3. Síldarsalat Auðar
  4. Rússneskt síldarsalat
  5. Síldarsushi

Egils sjávarafurđir ehf

Gránugata 27-29
580 Siglufjörđur

Sími: (354) 467-1690
Fax : (354) 467-1693
Netfang: gustaf@egils-seafood.is

Facebook

Smelltu hér og gerðu LIKE
á facebook til að fylgjast með