Vörur

Egils sjávarafurđir, sem hefur veriđ starfrćkt á Siglufirđi síđan 1921, framleiđir reyktan lax, graflax og reykta síld.

Vörur

Pökkuð síldEgils sjávarafurðir, sem hefur verið starfrækt á Siglufirði síðan 1921, framleiðir reyktan lax, graflax og reykta síld.Vinnsla

Síldin sem Egils sjávarafurðir notar í framleiðslu sína er veidd á haustmánuðum af íslenskum fiskiskipum við strendur landsins. Síld veidd á haustin er í besta gæðaflokki, feit og stór, og hentar vel til reykingar.

Egils sjávarafurðir notar eingöngu lax frá íslensku laxeldisstöðvunum Fjarðarlaxi og Silfurstjörnunni. Íslenski eldislaxinn er eins líkur villtum Atlantshafslaxi og eldislax getur verið. Hann er alinn við lágan þrýsting - minna en 10kg/m3 - í hreinu íslensku vatni og fær að synda eðlilega sem í kaldri, straumþungri á.

SilfurstjarnanIMO skýrteiniFæða Íslenska eldislaxins inniheldur eingöngu fiskimjöl og fiskiolíu og engin aukaefni, svo sem rotvarnarefni eða litarefni, eru í fæðunni. 

Bæði Silfurstjarnan og Fjarðarlax hafa IMO vottun (Institute for Marketecology) sem þýðir að framleiðslan stenst mjög strangar gæðakröfur (Whole Foods Market Aquaculture).

Einnig er vert að geta þess að íslenskum laxeldisstöðvum hefur tekist að halda sínum laxi lúsarlausum svo aflúsun er óþörf.

Laxalús er mikið vandamál í norskum og færeyskum eldislaxi og þar er því aflúsun nauðsynlegt skref í framleiðslunni. Aflúsun er framkvæmd með því að baða laxinn upp úr eiturefnablöndu sem er skaðleg náttúrunni og situr jafnvel eftir í fiskinum. Aðrar leiðir til að losna við laxalúsina eru að setja fiska sem borða laxalús í eldiskerin með laxinum og setja efni í fæðu laxins sem gerir laxinn ekki eins "girnilegan" fyrir lúsina.

Egils sjávarafurđir ehf

Gránugata 27-29
580 Siglufjörđur

Sími: (354) 467-1690
Fax : (354) 467-1693
Netfang: gustaf@egils-seafood.is

Facebook

Smelltu hér og gerðu LIKE
á facebook til að fylgjast með